Busch-Jaeger smáforrit

Busch-Jaeger smáforritið er hugsað til að auðvelda fólki val á rofum og tenglum. Hægt er að skoða allar útfærslur af rofa og tenglaefni frá þeim með mismunandi bakrunni sem hægt er að velja í appinu. Einnig er hægt að skoða innlagnarefnið í þrívíddar mynd og taka sína eigin mynd til að setja sem bakrunn sem dæmi veggin sem rofinn á að fara á.

Free@Home smáforrit

Free@Home smáforritið vinnur með hússtjórnarkerfinu Free@Home frá ABB. Í forritinu er hægt að stjórna ljósunum, hitanum, gardínunum og fleira með aðeins einu handtaki, einnig er hægt að búa til þínar eigin senu stillingar og grunnforrita rofana og ljósin saman. Forritið er einfalt í notkun og lítur mjög vel út

Fermax smáforritið 

Fermax hefur gefið út smáforrit til að auðvelda val á hinum og þessun inni og útistöðvum með útlitsmyndum af hinum og þessum stöðvum sem og virkni þeirra. Hægt er að skoða allar tegundir dyrasíma í þrívídd, allir mögulegir litir og mismunandi áferðir á bakgrunn eru í boði og jafnvel hægt að taka mynd og nota hana sem bakgrunn fyrir dyrasíman. Hér fyrir neðan eru hlekkir á Apple og Android útgáfuna og svo á almenna vefútgáfu.

ABB Welcome smáforrit

ABB welcome smáforritið er forrit sem virkar með ABB welcome dyrasíma kerfinu og eru notkunarmöguleikar þess nokkrir meðal annars að sjá og heyra hver er við hurðina með farsímanum þínum.